Kemur Bráðum

Simple Steps Autism

Kennsluvefur í atferlisíhlutun fyrir börn með einhverfu Einfaldar en árangursríkar aðferðir sem byggja á gagnreyndum aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar

Í gegnum þróunarvinnuna hafa hundruðir foreldra nýtt sér Skref fyrir skref.

Hlustaðu á hvað þau höfðu að segja……

 • Við byrjuðum að nota atferlisíhlutun fyrir 15 árum síðan. Yngsti sonur okkar, Cillian, var þá 3 1⁄2 árs og hafði verið greindur með Aspergersheilkenni og athyglisbrest með ofvirkni.

  Á þessum tíma heyrði maður sjaldan af slíkum greiningum, framtíðin virtist því mjög dökk og við vorum hrædd. Cillian svaf mjög lítið, var mjög virkur og leið ekki vel ef breytingar urðu á daglegum venjum.

  Mál- og tjáskiptafærni hans var mjög slök (en þegar hann byrjaði í skóla kom í ljós í formlegri athugun að hann hafði málfærni á við 18 mánaða barn og horfði aldrei í augu annarra)
  og við gátum ekki farið með hann í heimsókn eða í búðir vegna þess að hann var stöðugt að reyna að hlaupa í burtu. Frídagar og ferðir á veitingastaði voru ómögulegar. Hann svaraði ekki
  nafninu sínu; sat ekki kyrr; lék sér ekki með dót á viðeigandi hátt; söng ekki; og horfði ekki á sjónvarp nema á stuttar auglýsingar eða smá bút af barnaefni. En þegar hann var kominn í skóla var hann einnig greindur með miðlungs námsörðugleika.

  Við fengum engar gagnlegar ráðleggingar frá geðlækninum, barnalækninum eða skólasálfræðingnum um hvernig við ættum að takast á við mjög erfiða hegðun. Heppnin var með okkur þegar við kynntumst Dr. Mickey Keenan í gegnum heimilslækninn okkar og byrjuðum sjálf að læra um atferlisíhlutun. Við byrjuðum á að bæta mál- og tjáskipti, augnsamband og vinnusemi hjá Cillian og það tókst mjög vel. Atferlisíhlutun breytti lífi okkar. Cillian fór í venjulegan grunnskóla eins og systkini hans en það var gegn upphaflegum ráðleggingum skólasálfræðingsins.

  Hann var mjög fær í skóla (þrátt fyrir upphaflegt mat á námsörðugleikum) og varð skýrmæltari með tímanum. Á þessum tíma var búið að stofna P.E.A.T. og starfsmenn í skólanum hans (sérstaklega Mairie, aðstoðarmaður í kennslustofunni hans) tóku mikinn þátt í atferlisíhlutuninni. Hann fékk áfram stuðning frá P.E.A.T. í framhaldsskóla og einnig núna í háskóla. Með atferlisíhlutun fær hann aðstoð við að ná tökum á að læra sjálfur og aðlagast stærra samfélagi en þjónusta fyrir fatlaða nemendur í skólanum hefur liðsinnt því. Það er óraunhæft að ætla að engin vandamál komi upp en með atferlisíhlutun hættum við að óttast áskoranir. Ég get ekki ímyndað mér hvar Cillian væri núna ef við hefðum ekki kynnst Mickey og með hans hjálp tekið þessi fyrstu „skref”.

 • Með því að öðlast þekkingu á hagnýtri atferlisgreiningu hef ég náð að hjálpa syni mínum að komast yfir hindranir og að öðlast nýja færni. Þar sem samskipti okkar eru orðin meiri ásamt því að vera góð, er sambandið okkar mjög sterkt og lífsgæði okkar hafa batnað til muna.

  Núna er sonur minn í skóla sem samsvarar síðustu bekkjum grunnskóla og fyrstu bekkjum framhaldsskóla á Íslandi; og á vini. Áður fyrr taldi ég að hann myndi aldrei ná svona langt í skóla né eignast vini. Atferlisíhlutun gefur þér von!

 • Fyrir tveggja ára afmæli Patricks grunaði mig fyrst að það væri mögulega eitthvað að. Litli strákurinn minn átti greinilega í erfiðleikum með tal og almenn tjáskipti. Þar að auki virtist hann tregur við að leika sér með öðrum börnum.

  Þegar hann byrjaði í leikskóla áttuðum við okkur á því að það væri eitthvað mikið að. Hann tók mikil reiðiköst þegar hann átti að skiptast á við önnur börn. Á þessu stigi grunaði mig að næst yngsta barnið mitt af fimm, Patrick, væri með einhverfu en við urðum niðurbrotin einungis við tilhugsunina. Í maí 2005 fengum við staðfestingu frá sérfræðingum, en þá var hann greindur með einhverfu. Til að fá frekari upplýsingar um atferlisíhlutun hafði ég samband við Dr. Mickey Kennan við Háskólannn í Ulster, en ég hafði oft heyrt að hann væri sérfræðingur í einhverfu. Ég man að hann hafði nægan tíma til að tala við mig. Hann spurði mig hvað aðrir sérfræðingar höfðu sagt við mig en það var í grundvallar atriðum að ég þyrfti að sætta mig við greininguna. Á hinn bóginn var Dr. Keenan mjög bjartsýnn og jákvæður.

  Stuttu síðar byrjuðum við með yfirgripsmikla atferlisíhlutun heima fyrir, sem var greidd af okkur og foreldrasamtökunum P.E.A.T. Við unnum með syni okkar í 30-35 klukkustundir á viku en við kenndum honum einfalda hluti eins og að búa til tveggja orða setningar og bera kennsl á mismunandi liti. Framfarirnar voru það hraðar að innan þriggja til fjögurra mánaða var Patrick byrjaður að læra skólanámsefni eins og reikning og skrift. Á innan við fimm mánuðum hækkaði greindartala Patricks úr 75 í 99 sem þýðir að hún fór úr því að vera undir meðallagi í það að vera í meðallagi miðað við jafnaldra.

  Patrick er núna í venjulegum skóla og heldur áfram að taka miklum framförum á öllum sviðum í lífinu. Honum gengur vel í náminu og hefur eignast vini í skólanum.