Kemur Bráðum

Simple Steps Autism

Kennsluvefur í atferlisíhlutun fyrir börn með einhverfu Einfaldar en árangursríkar aðferðir sem byggja á gagnreyndum aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar

Skilmálar og skilyrði

Velkomin(n) á vefsíðu Skref fyrir skref („ Skref fyrir skref ”, „okkur”, „okkar”, „við”). Notendaskilmálarnir („skilmálar”, „samningur”) stjórna notkun þinni á vefsíðunni („síða”) og því efni sem er á síðunni. Þú ættir að lesa notendaskilmálana vandalega.

MEÐ ÞVÍ AÐ SAMÞYKKJA SKILMÁLANA EÐA MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA VEFSÍÐUNA ERTU SAMÞYKK(UR) ÞVÍ AÐ VERA LÖGLEGA BUNDIN(N) ÞESSUM SKILMÁLUM, REGLUNUM UM PERSÓNUVERND OG HÖFUNDALÖGUNUM OKKAR. ÞÚ SAMÞYKKIR AÐ FÁ NAUÐSYNLEGAR TILKYNNINGAR OG EIGA RAFRÆN VIÐSKIPTI VIÐ OKKUR. EKKI SAMÞYKKJA ÞESSA SKILMÁLA EÐA NOTA VEFSÍÐUNA EF ÞÚ ERT EKKI SAMMÁLA EINHVERJUM SKILMÁLUM EÐA YFIRLÝSINGUM.

Ef ósamræmi er á milli notendaskilmálanna, reglnanna um persónuleynd og/eða höfundalaganna þá ráða þessir skilmálar.

Lýsing á þjónustunni

Skref fyrir skref bjóða upp á ýmsa þjónustu og efni í gegnum vefsíðuna www.simplestepsautism.com (vefsíðunni, ásamt öðrum vefsíðum sem bjóða upp á þessa þjónustu og efni, er stjórnað af þessum notendaskilmálum).

Skráning og að gerast áskrifandi

Efninu og þjónustunni sem vefsíðan býður upp á má skipta í tvo flokka: (a) Efni og þjónusta sem er hægt að nálgast án þess að skrá sig; og (b) Efni og þjónusta sem þarfnast áskriftar (t.d. að greiða gjald fyrir).

Þegar þú skráir þig og gerist áskrifandi þarftu að veita ákveðnar upplýsingar, þar með talið persónugreinanlegar upplýsingar, og ef þú gerist áskrifandi þarftu einnig að veita greiðsluuppplýsingar. Reglur um persónuvernd gilda um notkun okkar á þessum upplýsingum. Ekki er hægt að hætta við áskrift sem búið er að greiða fyrir né fá hana endurgreidda.

Aðgangur að vefsíðunni er bæði fáanlegur fyrir einstaklinga og stofnanir. Einstaklingar geta keypt áskrift að vefsíðunni hér að neðan. Ef þú tilheyrir stofnun og vilt kaupa mörg leyfi að síðunni skaltu senda tölvupóst á info@simplestepsautism.com

Það er ein tegund áskriftar, það er „notenda” áskrift.

„Notenda” áskrift felur í sér að einn einstakur notandi hefur rétt til að skrá sig inn á vefsíðuna í þeim tilgangi að nota efnið til að kenna einum eða fleiri nemendum. Að því gefnu að tiltekið notendanafn og lykilorð er aðeins notað af þessum einstaka notanda og á einum stað á sama tíma, má hann skrá sig inn á vefsíðuna í kennslustofunni, heima hjá sér eða annars staðar.

Aðeins sá sem er skráður fyrir tilteknu notendanafni og lykilorði má nota það.

Allar upplýsingar sem þú veitir þurfa að vera réttar og ekki má vanta upp á þær. Þú berð ábyrgð á að allar greiðsluupplýsingar, eins og kredikortaupplýsingar, sem þú veitir þegar þú kaupir áskrift að vefsíðunni séu réttar og eigi við um þig. Þar að auki ert þú að samþykkja að greiða allan kostnað af áskrift þinni.

Aðgangur að verkfærum vefsíðunnar

Aðgangur að vissum hlutum vefsíðunnar krefst innskráningar á síðuna en til þess þarf að gefa lykilorð. Þegar þú hefur lokið við skráningu eða kaup á áskrift færðu notendanafn og lykilorð. Þessar upplýsingar eru einungis fyrir þína notkun og ekki er hægt að selja öðrum aðganginn.

Það er á þína ábyrgð að passa lykilorðið þitt og halda því fyrir þig. Einnig berð þú ábyrgð á notkun annarra á vefsíðunni sem er vegna þess að þú hefur heimilað eða leyft þeim að nota lykilorðið þitt. Þú samþykkir að láta Skref fyrir skref tafarlaust vita ef (i) lykilorð þitt týnist eða er stolið, eða (ii) þú verður var við óleyfilega notkun á lykilorðinu þínu eða einhverra annarra brota á öryggi vefsíðunnar.

Aldur notenda

Börn undir 18 ára aldri mega ekki nota þessa þjónustu og foreldrar eða lögráðamenn mega ekki samþykkja þessa notendaskilmála fyrir þeirra hönd. Ef við verðum vör við að börn undir 18 ára aldri hafa reynt að veita okkur persónugreinanlegar upplýsingar munum við eftir bestu getu eyða þessum upplýsingum varanlega úr skrám okkar.

Ekki má nota síðuna til að auglýsa

Vefsíðan og efni hennar er til einkanota fyrir áskrifendur, bæði einstaklinga og stofnanir. Ekki er leyfilegt að kaupa áskrift svo einhver annar hagnist af henni. Til dæmis má ekki endurselja eða dreifa þeirri þjónustu sem er veitt á vefsíðunni til annarra aðila.

Viðbótar skilmálar fyrir áskrifendur

Áskrift felst í því að mánaðarlega þarf að greiða fyrir aðgang að vefsíðunni. Áskrifendur geta valið mánaðar eða ársáskrift að síðunni. Í báðum tilfellum er greitt fyrir áskriftina mánaðarlega og án endurgreiðslu. Áskrifendur samþykkja að greiða reglulega fyrir aðganginn með sjálfvirkri greiðslu. Greiðslurnar halda áfram þar til notandinn hefur breytt eða sagt upp áskrift sinni að áskriftartímanum loknum og Skref fyrir skref hefur fengið tækifæri til að breyta eða segja upp áskrift notandans.

Öll verð sem eru merkt „kynningarverð”, „tilboðsverð”, „tilboð í takmarkaðan tíma” eða annars konar skammtíma tilboð gilda aðeins í þann tíma sem var auglýstur og breytast sjálfkrafa þegar tímanum lýkur. Skref fyrir skref áskilja sér rétt til að breyta áskriftarverðinu á hvaða tíma sem er.

Reglur um persónuvernd

Við vitum að persónuvernd er mikilvæg fyrir viðskiptavini okkar. Lestu skilmálana okkar um persónuvernd. Ef þú notar vefsíðuna gefur það til kynna að þú samþykkir reglurnar okkar um persónuvernd. Reglurnar um persónuvernd gilda um allar upplýsingar sem þú veitir Skref fyrir skref og allar upplýsingar um notkun þína á vefsíðunni.

Breytingar á vefsíðunni

Á hvaða tíma sem er eða án þess að tilkynna það höfum við leyfi til að breyta eða fjarlæga efni, þjónustu, aðgerð eða eiginleika á vefsíðunni.

Viðeigandi notkun á vefsíðunni

Þegar þú notar vefsíðuna okkar, ert þú samþykk(ur) að fylgja alltaf eftirfarandi reglum. Þú mátt aðeins nota Skref fyrir skref í löglegum tilgangi og í samræmi við þau lög sem eiga við um notkun hennar. Þú samþykkir að gera ekki eftirfarandi:

  • Hlaða efni á vefsíðuna, birta, senda tölvupóst, dreifa eða með öðrum hætti gera efni aðgengilegt á síðunni sem er ólöglegt, skaðlegt, ógnandi, móðgandi, veldur ónæði, er skaðabótaskylt niðrandi, dónalegt, klúrt, brýtur gegn friðhelgi einkalífs, hatursfullt eða andstyggilegt í garð kynþátta-, þjóðernis- eða annars hóps;

  • þykjast vera einhver annar eða málssvari einhvers annars, eða staðhæfa ranglega um tengsl þín við einstaklinga eða stofnanir og fyrirtæki;

  • falsa yfirheiti eða hagræða auðkenni þínu með öðrum hætti til að villa fyrir um uppruna þess sem þú birtir á vefsíðunni;

  • hlaða á vefsíðuna, birta, senda tölvupóst, dreifa eða með öðrum hætti gera efni aðgengilegt á síðunni sem brýtur gegn einkaleyfi, vörumerki, atvinnuleyndarmáli, höfundarétti eða öðrum eignarrétti málsaðila;

  • hlaða á vefsíðuna, birta, senda tölvupóst, dreifa eða með öðrum hætti gera efni aðgengilegt á síðunni sem brýtur gegn einkaleyfi, vörumerki, atvinnuleyndarmáli, höfundarétti eða öðrum eignarrétti (“Rétti”) málsaðila;

  • hlaða á vefsíðuna, birta, senda tölvupóst, dreifa eða með öðrum hætti gera óumbeðnar eða óleyfilegar auglýsingar, kynningarefni, „dreifibréf”, „ruslpóst”, „keðjubréf”, „sviksamlegt fjárfestingartilboð/pýramídasvik” og fleira af því tagi (eins og í vefversluninn), nema á þeim svæðum sem er sérstaklega ætlað til til þess;

  • hlaða á vefsíðuna, birta, senda tölvupóst, dreifa eða með öðrum hætti gera efni aðgengilegt á síðunni sem inniheldur tölvuvírus eða annars konar tölvukóða, skrá eða forrit sem truflar, eyðileggur eða takmarkar starfsemi á einhverjum tölvuhugbúnaði eða vélbúnaði eða fjarskiptabúnaði;

  • safna eða geyma persónugreinanlegar upplýsingar um aðra notendur sem varðar við brot á heiðarlegri notkun, sem var útlistuð hér að ofan.

  • NOTA FORRIT „SPIDER” EÐA „BOT” TIL AÐ SAFNA EÐA Fá UPPLÝSINGAR AF ÞESSARI VEFSÍÐU.

Eignaréttur

Skref fyrir skref og aðrir aðilar sem eru með birt efni á vefsíðunni áskilja sér allan eignarétt á öllu efni sem er að finna á síðunni. Ekki á að túlka það sem hér stendur sem bendlun, staðfestingu eða á annan hátt, á leyfi eða réttindum sem tilheyra eignarétti Skref fyrir skref eða þriðja aðila. Sé ekki annað tekið fram í þessum reglum, má ekki afrita, fjölga, endurbirta, upphala, niðurhala, birta, senda eða dreifa efni sem er á vefsíðunni nema með skriflegu leyfi frá Skref fyrir skref. Þar að auki, veitir Skref fyrir skref áskrifendum leyfi til að skoða efni sem þeir hafa aðgang að á vefsíðunni í samræmi við notendaskilmálana. Ef upplýsingar um höfundarétt og útgáfuár greinar eru varðveittar er leyfilegt að niðurhala eða prenta eitt eintak af þeim greinum sem eru á vefsíðunni en aðeins til einkanota.

Efni á vefsíðunni er verndað samkvæmt breskum og erlendum lögum um eignarétt. Sérhvert brot á réttindum Skref fyrir skref eða leyfishafa og leyfisveitanda er brot á þessum samning.

NOTENDUM ER ÓHEIMILT AÐ GERA TILRAUN TIL AÐ BUGA, FARA FRAMHJÁ EÐA MEÐ ÖÐRUM HÆTTI SNIÐGANGA VARNARBÚNAÐ SEM ER NOTAÐUR Á VEFSÍÐUNNI TIL AÐ VERNDA EIGNARÉTT.

Rafrænar yfirlýsingar og þitt samþykki

Í samræmi við reglurnar um persónuvernd veitir þú samþykki þitt að við megum senda þér rafrænt tilkynningar og aðrar uplýsingar sem varða Skref fyrir skref eða vefsíðuna, þar með talið tilkynningar á hvert töluvpóstfang sem þú gefur upp.

Efni sem þú útvegar

Skref fyrir skref veitir þér mögulega leyfi til að birta efni á vefsíðunni sem tengist starfsemi hennar. Notendur geta birt tvenns konar upplýsingar á vefsíðunni: (a) Efni, sem notandi hleður á vefsíðuna, sem auðveldar honum notkun á efni eða þjónustu vefsíðunnar og er því ekki ætlað til opinberrar dreifingar; og (b) efni, sem notandi hleður á vefsíðuna, til opinberrar birtingar. Efni sem er hlaðið á vefsíðuna af notanda fyrir eigin notkun er geymt í sérstökum „Skjalaskáp”, og Skref fyrir skref veitir aðeins notandanum aðgang að því sem hann hleður upp á síðuna. Þú getur líka deilt þessu efni með öðrum notendum sem þú tilgreinir. Þó að Skref fyrir skref geri haldgóða tilraun til að vernda efni sem er geymt í „Skjalaskáp” notenda, ÞÁ ER ALLT EFNI SEM ÞÚ HLEÐUR Í SKJALASKÁPINN ÞINN Á ÞÍNA ÁBYRGÐ.

Við notkun á umræðusvæðum vefsíðunnar samþykkir þú að birta þar ekki efni sem brýtur þessa skilmála, viðeigandi lög eða viðmið um leyfilegt efni. Efni sem brýtur í bága við þær reglur sem gilda um efni sem þú birtir á vefsíðunni má fjarlægja af síðunni ásamt því að heimilt er að rifta skráningu þinni eða áskrift.

Ef þú birtir efni á opinberum svæðum á vefsíðunni eða dreifir með öðrum hætti efni á Skref fyrir skref síðuna veitir þú okkur og hlutdeildarfélögum okkar varanlegt, óafturkallanlegt leyfi (sub license) og réttindi til að nota, afrita, birta, uppfæra, dreifa, breyta, aðlaga, stytta, hagnýta og koma því á framfæri með hvaða hætti og í hvaða miðli sem er, okkur að kostnaðarlausu. Ekki birta efni á opinberum svæðum á Skref fyrir skref síðunni sem þú vilt halda réttindum yfir

Skref fyrir skref áskilur sér rétt, en er ekki skyldugt, til að skrásetja samtöl á opinberum svæðum, rannsaka áskanir um brot á þessum samningi, fjarlægja efni sem brýtur þessa notendaskilmála, og rifta áskrift þeirra sem rjúfa þennan samning.

Ef þú ert heilbrigðisstarfsmaður máttu ekki veita Skref fyrir skref verndaðar heilbrigðisupplýsingar.

Engin skylda að fylgjast með

Þú samþykkir að við berum ekki ábyrgð á efni sem aðrir birta á vefsíðunni. Okkur ber engin skylda til að fylgjast með því efni sem þú veitir eða birtir, en við áskiljum okkur rétt til að ritstýra eða neita að birta efni sem þú reynir að koma á framfæri. Þar að auki, áskiljum við okkur rétt til að fjarlægja efni óháð þeim ástæðum sem liggja að baki, á hvaða tíma sem er.

Vefsíður þriðja aðila og auglýsenda

Skref fyrir skref síðan er mögulega með tengla á vefsíður þriðju aðila. Þú samþykkir að við berum ekki ábyrgð á efni sem er birt á vefsíðum þriðja aðila. Þar að auki samþykkir þú að við berum ekki ábyrgð á efni eða kröfum sem auglýsendur okkar gera. Við berum ekki ábyrgð á viðskiptum milli þín og þriðja aðila eða auglýsenda á vefsíðunni. Þú samþykkir að Skref fyrir skref beri ekki ábyrgð á kröfum eða tapi sem verður af völdum þriðja aðila eða auglýsenda.

Fyrirvari

Skref fyrir skref/ Simple Steps veitir notendum upplýsingar um kennsluaðferðir og íhlutun sem byggja á hegðunarlögmálum (aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar). Þar sem við getum ekki staðfest að aðferðunum sem við fjöllum um sé réttilega beitt, getur Skref fyrir skref ekki borið ábyrgð á því að skipuleggja, stjórna eða fylgjast með íhlutun sem aðrir veita.

ÞESSARI VEFSÍÐU ER EKKI ÆTLAÐ AÐ KOMA Í STAÐ SÉRFRÆÐIÁLITS SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ LEITA EFTIR FYRIR BARNIÐ ÞITT EÐA NEMANDA. Við þróun Skref fyrir skref kennsluefnisins var reynt að tryggja að aðferðirnar væru í samræmi við neytendareglur sem eru gefnar út af Samtökum um einhverfu sem eru hluti af Alþjóðasamtökum um atferlisgreiningu (Autism Special Interest Group of the Association for Behavior Analysis International) (2007) sem staðfesta neytendareglur og krefjast að sérstakrar hæfni til að skipuleggja, stjórna og fylgjast með árangursríkri atferlisíhlutun.

Foreldrar og sérfræðingar hafa aðgang að mörgum verkfærum sem styðja þá við notkun atferlisíhlutunar, eins og námsskrár, handbækur og skrifleg dæmi af íhlutunum. Slík verkfæri á að nota með aðstoð sérfræðinga og undir eftirliti þeirra. Myndbönd og hreyfimyndir sem tilheyra Skref fyrir skref eru einnig slík verkfæri.

ÞESSI VEFSÍÐA VEITIR EKKI LÆKNISRÁÐ. VEFSÍÐUNNI OG EFNI HENNAR ER EKKI ÆTLAÐ AÐ STUÐLA AÐ (I) LÆKNISAÐSTOÐ EÐA GREININGU EÐA MEÐFERÐ VEITTA AF HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU; (II) TILURÐ SJÚKLINGS EÐA KLÍNÍSKS SAMBANDS; EÐA (III) STYÐJA, MÆLA MEÐ EÐA STYRKJA LÆKNISVÖRUR EÐA ÞJÓNUSTU RETHINK EÐA HLUTDEILDARFÉLAGA, UMBOÐSVERSLANA, STARFSMANNA, RÁÐGJAFA EÐA ÞJÓNUSTUAÐILA. ÞAR AÐ AUKI Á EKKI AÐ NOTA ÞESSA VEFSÍÐU TIL AÐ REYNA AÐ GREINA EINHVERFU EÐA ANNAÐ LÆKNISFRÆÐILEGT ÁSTAND; EÐA TIL AÐ REYNA AÐ META STIG EÐA AÐRAR HLIÐAR LÆKNISFRÆÐILEGS ÁSTANDS EINSTAKLINGS MEÐ EINHVERFU. Allt efni á vefsíðunni er aðeins til að veita notendum upplýsingar. Efni vefsíðunnar á ekki að koma í stað sérfræðiálits. Þú átt að ráðfæra þig við heilbrigðissérfræðing varðandi spurningar sem þú hefur um læknisfræðilega ástandið eða meðferð. EKKI BÍÐA MEÐ AÐ LEITA RÁÐGJAFAR HJÁ HEILBRIGÐISSÉRFRÆÐINGI VEGNA ÞEIRRA UPPLÝSINGA SEM FENGNAR ERU AF ÞESSARI VEFSÍÐU. Skref fyrir skref vefsíðan veitir aðeins þessar upplýsingar og efni í fræðsluskyni. EKKI NOTA ÞESSA SÍÐU Í NEYÐARTILVIKUM. Í NEYÐARTILVIKUM SKALT ÞÚ HRINGJA Í 112, NEYÐARNÚMER FYRIR ÞITT BÆJARFÉLAG OG/EÐA LÆKNINN ÞINN.

Skref fyrir skref ber ekki ábyrgð á að uppfæra úrelt eða eldra efni á vefsíðunni. Efni og upplýsingar á vefsíðunni eru aðeins veittar í fræðsluskyni og því á að leita ráða hjá sérfræðingum áður en treyst er á efni þessarar síðu. Af og til uppfærum við eða leiðréttum upplýsingar á vefsíðunni, þrátt fyrir það VEITUM VIÐ ENGA ÁBYRGÐ Á NÁKVÆMNI OG UPPFÆRSLU UPPLÝSINGA Á SÍÐUNNI, EÐA Á ÞVÍ HVERSU TÆMANDI ÞÆR ERU, OG VIÐ SKULDBINDUM OKKUR EKKI TIL AÐ UPPFÆRA ÞÆR REGLULEGA.

Skref fyrir skref lofar ekki að vefsíðan sé villulaus eða ótrufluð og alltaf aðgengileg. Skref fyrir skref getur ekki tryggt að öll gögn sem þú halar niður séu án vírusa.

Fyrirvari

Notkun þín á vefsíðunni og öðrum tengdum síðum er á þína ábyrgð. Allar upplýsingar á þessari síðu eru látnar í té „Eins og þær koma fyrir” án okkar ábyrgðar eða birgja okkar.EINS OG LÖG LEYFA UNDANSKILJA SKREF FYRIR SKREF OG BIRGJAR SIG ÁBYRGÐ, ÞAR MEÐ TALIÐ ÁBYRGÐ Á ÞVÍ AÐ SÍÐAN SÉ OG VERÐI SÖLUHÆF, MEÐ VIÐUNANDI GÆÐUM, NÁKVÆMNI, SÉ UPPFÆRÐ REGLULEGA OG TÆMANDI, EIGI VIÐ Í ÁKVEÐNUM TILGANGI EÐA MÆTI EINSTAKLINGSBUNDNUM ÞÖRFUM, EÐA GANGI EKKI Á RÉTT EINHVERS. VIÐ TRYGGJUM EKKI AÐ VEFSÍÐAN EÐA EFNI HENNAR MÆTI ÞÍNUM KRÖFUM, SÉ ÁN VILLNA, ÁREIÐANLEG EÐA VIRKI ÓTRUFLUÐ. Í sumum lögsagnarumdæmum er ekki heimilt að undanskilja óbeina ábyrgð og því gæti ofangreind takmörkun ekki átt við um þig.

Takmörkuð ábyrgð

EF SKREF FYRIR SKREF BRJÓTA ÞENNAN SAMNING ER EINA ÚRRÆÐI ÞITT OG EINA ÁBYRGÐ RETHINK AÐ HÆTTA NOTKUN Á VEFSÍÐUNNI, EFNI HENNAR OG ÞJÓNUSTU. ÁN ÞESS AÐ DRAGA ÚR ALMENNUM SANNINDUM Á ÞVÍ SEM Á UNDAN HEFUR GENGIÐ, GETUR ÞÚ EKKI KRAFIST PENINGABÓTA VEGNA TJÓNS SEM HLÝST AF NOTKUN VEFSÍÐUNNAR EÐA EFNI HENNAR. SKREF FYRIR SKREF OG BIRGJAR OKKAR BERA EKKI ÁBYRGÐ Á BEINU, ÓBEINU, SÉRSTÖKU EÐA TILFALLANDI TJÓNI SEM NOTANDI KANN AÐ VERÐA FYRIR. ÞAR AÐ AUKI BERA SKREF FYRIR SKREF OG BIRGJAR EKKI ÁBYRGÐ Á TJÓNI SEM LEIÐIR AF EINHVERJU ÖÐRU EÐA ER ÖÐRUM TIL VARNAÐAR. ÁBYRGÐ FYRIRTÆKISINS OKKAR OG BIRGJA TAKMARKAST VIÐ LÖG Í TILTEKNU LÖGSAGNARUMDÆMI.

Skaðabætur

Það er gagnlegt að hafa í huga, að hér hér með samþykkir þú að falla frá - gagnvart Skref fyrir skref og hlutaðeigandi forstjóra, hluthöfum, starfsmönnum og umboðsmönnum - ábyrgð fyrir aðgerðum, málsástæðum, málsóknum, skuldum, skyldum, áskriftum/greinagerðum, skuldabréfum, sáttmálum, samningum, ábyrgð, skilmálum eða kröfum sem þú hafðir, hefur núna eða hér eftir getur, munt eða mögulega hefur eða af einhverri ástæðu eða af völdum einhvers, sérstaklega ef það dregur ekki úr undanfarandi almennum sannindum, eða vegna notkunnar þinnar á vefsíðunni, efni hennar eða þjónustu eða vegna þess að þú brýtur þessa skilmála eða skilyrði. Þú samþykkir að verja, tryggja og valda okkur ekki skaða eða hlutdeildarfélögum okkar og hlutaðeigandi starfsmönnum, verktökum, yfirmönnum, forstjórum og umboðsmönnum vegna skaðabótaskyldna, krafna eða kostnaðar, þar með talið lögfræðikostnaðar, sem hlýst af notkun eða misnotkun þinni á vefsíðunni, efni hennar eða þjónustu. Við áskiljum okkur rétt, á okkar eigin kostnað, til að ganga út frá málsvörn sem tengist málefnum sem þú vilt skaðbætur fyrir, en þá verður þú að vinna með okkur að því að staðfesta möguleg áhrif.

Alþjóðanotkun

Við lofum ekki að efni vefsíðunnar sé við hæfi eða aðgengilegt á íslensku utan Íslands. Ef þú velur að fá aðgang að vefsíðunni utan Íslands, er það gert af eigin frumkvæði og þú berð ábyrgð á að fylgja lögum í þínu lögsagnarumdæmi.

Kröfur vegna brots á höfundalögum

Ef þú telur að brotið hafi verið á höfundarétti þínum vegna þess að vinna þín hafi verið afrituð og sé aðgengileg á þessari vefsíðu, skaltu fylgja leiðbeiningunum um hvernig þú átt að láta okkur vita af slíku broti en þær er að finna í umfjöllun okkar um „Höfundalög“.

Lagavalsreglur og staðir til að leysa deilur

Þú samþykkir að afsala réttindum þínum samkvæmt íslenskum lögum — án tillits til þess hvort þau stangast á við reglur/skilmála vefsíðunnar, viðfangsefni þeirra, notkun þinnar á vefsíðunni og krafa eða deilna sem þú hefur við okkur — og samning Sameinuðu þjóðanna um sölu á vöru á milli ríkja.

Ennfremur samþykkir þú að deilur eða kröfur sem þú ert með til okkar verða útkljáðar hjá dómstólum í Bretlandi, og þú samþykkir og lætur í té rétt þinn til að eiga hlut í málaferlum vegna slíkra krafa eða aðgerða. MEÐ ÞVÍ AÐ SAMÞYKKJA ÞESSA NOTENDASKILMÁLA ERT ÞÚ AÐ: (1) AFSALA KRÖFUM ÞÍNUM SEM ÞÚ MYNDIR ANNARS HAFA GEGN OKKUR SAMKVÆMT LÖGUM ANNARRA LÖGSAGNARUMDÆMA, ÞAR MEÐ TALIÐ ÞÍNU LÖGSAGNARUMDÆMI; (2) GEFA ÓAFTURKALLANLEGT SAMÞYKKI Á ÞVÍ AÐ BRESKT LÖGSAGNARUMDÆMI LEYSI DEILUR EÐA KRÖFUR SEM ÞÚ HEFUR TIL OKKAR; OG (3) LÁTA UNDAN RÉTTI ÞÍNUM TIL AÐ EIGA HLUTDEILD Í MÁLAFERLUM VEGNA SLÍKRA KRAFA EÐA AÐGERÐA.

Sjálfstæði einstakra greina og samþætting

Þessi samningur og allir viðbótar skilmálar, reglur og viðmið sem eru birt á þessari vefsíðu mynda heildarsamkomulagið á milli þín og okkar og leysa fyrri skriflega eða munnlega samninga af hólmi. Ef einhver hluti af notendaskilmálunum er sagður ógildur eða ekki aðfarahæfur, þarf að skýra þann hluta þannig að hann sé í samræmi við viðkomandi lög og endurspeglar, eins vel og hægt er, upphaflegan ásetning málsaðila, en aðrir hlutar skilmálanna eru áfram í fullu gildi.

Að segja upp áskrift þinni

Við áskiljum okkur rétt til að segja upp áskrift þinni að vefsíðunni ef þú brýtur notendaskilmálana eða aðrar reglur eða viðmið sem eru birt á síðunni eða af einhverjum öðrum ástæðum að eigin geðþótta.

Framsal/yfirfærsla

Þú mátt ekki framselja skráninguna þína eða áskrift til þriðja aðila.

Breytingar á notendaskilmálum

Við áskiljum okkur rétt til að gera breytingar á skilmálum hvenær sem er. Þú getur skoðað nýjustu útgáfu af notendaskilmálunum á vefsíðunni undir tenglinum „Notendaskilmálar”. Ef þú heldur áfram að nota vefsíðuna eftir að breytingar hafa verið gerðar á notendaskilmálum hennar gefur það til kynna að þú ert samþykk(ur) þessum nýju skilmála. Þú berð ábyrgð á því að skoða skilamálana við og við til að athuga hvort breytingar hafa verið gerðar á þeim. Dagsetning á síðustu breytingum stendur hér fyrir neðan.

Afsal/undanþága

Ef einhver ákvæði (eða hluti) notendaskilmálanna stangast á við viðkomandi lög eða ef einhver ákvæði eru sögð gildislaus, ógild eða með öðrum hætti gagnslaus eða ógild af dómstólum, þá (a) verða slík ákvæði (eða þeir hlutar sem eiga í hlut) endurskoðuð svo þau séu í samræmi við viðkomandi lög og endurspegli, eins og vel og hægt er, upphaflegan ásetning málsaðila; og (b) aðrir hlutar skilmálanna, ákvæðanna, samningsins og höft þessara notendaskilmála eru áfram í fullu gildi.

Dagsetning síðustu breytinga: 06/10/10