Hvers vegna Skref fyrir skref?...
Hvers vegna Skref fyrir skref
Skref fyrir skref er margmiðlunarefni sem gefur foreldrum barna með röskun á einhverfurófinu von. Vefsíðan er hönnuð af sérfræðingum og betrumbætt í samræmi við ábendingar frá foreldrum. Kynningarmyndbandið að ofan gefur smá innsýn í hvað Skref fyrir skref bjóða upp á. Það er mjög mikið til af upplýsingum en hvernig áttu að vita hverju þú átt að trúa og hvaða íhlutun þú átt að velja?
Hvernig áttu að velja?
Skref fyrir skref gefur sig ekki út fyrir að vera lækning við einhverfurófsröskun — heldur er það verkfæri sem aðstoðar foreldra og börn þeirra að takast á við þær áskoranir sem einhverfa hefur í för með sér.
Frásagnir um árangur Skref fyrir skref byggja ekki einungis á innantómum orðum um hversu frábært úrræðið er heldur byggja úrræðin á gagnreyndum aðferðum.
Hagnýt atferlisgreining er vísindagrein sem fjallar um hegðun. Hún veitir okkur skilning á því hvernig við lærum og verkfærin sem er hægt að nota við kennslu. Niðurstöður margra rannsókna hafa sýnt að atferlisíhlutun virkar fyrir börn með einhverfu. Í raun er hún mest rannsakaða íhlutunin fyrir einhverfu og sýnir hvað bestan árangur; enda eru einungis notaðar gagnreyndar aðferðir í íhlutuninni.
Hvers vegna að velja Skref fyrir skref ?
Þegar þú hefur uppgötvað að þú getur gert eitthvað til að hjálpa barninu þínu, viltu gera það strax. Það eru engar skjótar lausnir en þú getur tekið fyrsta skrefið í að hjálpa barninu þínu með aðstoð Skref fyrir skref kennsluefnisins sem er aðgengilegt alla daga, allan sólarhringinn.
Þú byrjar á því að læra um einhverfu, hvernig hún er metin og greind. Einnig lærir þú í hverju það felst hvað þú þarft að gera og hvers vegna.
Síðan lærir þú um hagnýta atferlisgreiningu (skoðaðu kaflann Hvað er hagnýt atferlisgreining) og hvernig þú getur nýtt þér hana til að hjálpa barninu þínu og allri fjölskyldunni. Þú getur notað þessa þekkingu til að skilja hvers vegna barnið þitt hagar sér eins og það gerir og hvað þú getur gert til þess að hafa áhrif á það. Með því að skilja hegðun barnsins og breyta þinni hegðun getur þú hjálpað því að:
- Láta þig vita hvað það þarf og vill
- Mynda nánari sambönd við fjölskyldu og vini
- Að vera hluti af og taka þátt í samfélaginu
Margir meðlimir í teyminu okkar hafa reynslu af einhverfu frá fyrstu hendi. Við vinnum einnig mjög náið með atferlissérfræðingum og foreldrasamtökunum P.E.A.T. (sem eiga fulltrúa í stjórninni okkar) og því erum við með mikinn skilning á þeim vandamálum sem þú stendur frammi fyrir.
Hvað getur Skref fyrir skref veitt mér?
Myndböndin hér að neðan gefa þér smá innsýn í svæði fyrir meðlimi Skref fyrir skref . Horfðu á þau með því að smella á deplana til að horfa á hvert myndband. Og ef þú hefur ekki gert það nú þegar, þá skaltu horfa á kynningarmyndbandið að ofan.
Myndband 1: Ráðleggingar frá atferlissérfræðingum
Myndband 2. Kennslumyndbönd sem útskýra íhlutunina á einföldu máli
Myndband 3. Myndbönd sem gefa dæmi af því hvernig aðferðunum er beitt
Myndband 4. Þjálfunarmyndbönd sem sýna hvernig á að beita aðferðunum
Þú færð einnig eyðublöð svo þú getir skráð árangurinn og fylgst með framförunum.
Einnig færðu tækifæri til að hafa samband við aðra foreldra og þegar þú ert orðin(n) örugg(ur) vonum við að þú deilir þinni reynslu og hugmyndum í vefsamfélaginu okkar.
Skref fyrir skref hefur það markmið að uppfæra vefsíðuna mánaðarlega en það getur falist í nýjum hreyfimyndum, myndböndum, úrræðum til niðurhals, vefnámskeiðum eða öðru. Til að tryggja að Skref fyrir skref efnið sé gagnlegt fyrir þig þróum við viðbæturnar okkar út frá þínum ábendingum.
Hvernig get ég tekið fyrsta skrefið?
Við viljum að Skref fyrir skref sé á viðráðanlegu verði fyrir alla foreldra en einnig viljum við tryggja að við veitum besta úrræðið.
Til að fá aðgang að Skref fyrir skref kennsluefninu, sem vonandi mun breyta lífi þínu, skaltu fara á áskriftarsíðuna til að fá nánari upplýsingar um það sem er í boði.
Schreck, K. A. & Miller, V. A. (2010). How to behave ethically in a world of fads. Behavioral Interentions, 25, 4, 307-324
Taktu FYRSTA SKREFIÐ og SKRÁÐU ÞIG Í DAG!
Skref fyrir skref er hugsað sem stuðningstæki fyrir foreldra sem vinna með börnum með einhverfu.
Með því að kynna foreldrum hagnýta atferlisgreiningu er hægt að hjálpa þeim að taka fyrsta skrefið í að bæta líf sitt og fjölskyldunnar.
Foreldrar fá gagnlega aðstoð, hjálp sérfræðinga og stuðning frá hópi foreldra sem eru að ganga í gegnum sömu reynslu.
Kaupa núna