Kemur Bráðum

Simple Steps Autism

Kennsluvefur í atferlisíhlutun fyrir börn með einhverfu Einfaldar en árangursríkar aðferðir sem byggja á gagnreyndum aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar

Persónuvernd

Við hjá Skref fyrir skref (Simple Steps) (“Simple Steps” “we,” “us,” “our”) vitum að þér stendur ekki á sama um það hvernig upplýsingar um þig eru notaðar og deilt með öðrum. Reglur um persónuvernd fjalla um hvaða upplýsinga við öflum um þig þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar og hvernig við notum þær.

Þær upplýsingar sem við söfnum

Við söfnum tvenns konar upplýsingum á vefsíðunni okkar, og við öflum þeirra á tvo ólíka vegu.

Þær tegundir upplýsinga sem við söfnum eru annars vegar almennar og hins vegar persónugreinanlegar upplýsingar:

  • • Almennar upplýsingar eru ópersónugreinanlegar upplýsingar um þá sem heimsækja vefsíðuna (eins og tími dags sem að vefsíðan er heimsótt, IP-tala þess sem heimsækir vefsíðuna (gesturinn), vefsíðan sem gesturinn var á áður og eftir að hann skoðaði okkar vefsíðu, hvaða síður á vefsíðunni okkar gesturinn skoðar o.s.frv.). Þessum upplýsingum er safnað saman fyrir alla þá sem skoða vefsíðuna okkar (eins og fjöldi karla og kvenna sem heimsækja vefsíðuna og meðalaldur þeirra, eða fjöldi þeirra sem skoða síðuna frá ákveðnum landshlutum o.s.frv.). Ef þú hefur veitt okkur persónugreinanlegar upplýsingar er hægt að para þær saman við almennar upplýsingar eða greina þær frá þeim.

  • • Persóngreinanlegar upplýsingar eru sértækar um þig og innihalda upplýsingar eins og tölvupóstfangið þitt, nafn og heimilsfang.”

Tvær ólíkar leiðir til að afla upplýsinganna: Þú veitir okkur upplýsingar með því að slá þeim inn á vefsíðuna okkar.

  • Allar persónugreinanlegar upplýsingar eru geymdar á öruggan hátt með viðeigandi aðferðum. Við geymum ekki fjárhagslegar upplýsingar. Við notum Paypal fyrir allar greiðslur, en Paypal er örugg leið til greiðslu á netinu. Fyrir frekari upplýsingar um öryggi má lesa hér neðar á síðunni. Við söfnum einnig upplýsingum óbeint með tölvukökum (cookies), vefspora (web beacons) og öðrum svipuðum aðferðum. Tölvukaka er lítil skrá sem geymir ýmsar upplýsingar og má finna á tölvum hjá vefnotendum.Tölvukökur geta geymt upplýsingar sem þú veitir, almennar upplýsingar og upplýsingar um hvað þú gerir. Skref fyrir skref eða þriðji aðili sem veitir upplýsingar á vefsíðunni okkar (þ.e. auglýsendur, samstarfsaðilar o.s.frv.) geta komið fyrir tölvukökum á tölvunni þinni. Vefspori er svipaður og tölvukökur en hægt er að nota hann til að fylgjast með fjöldanum sem notar vefsíðuna, fjöldanum sem opnar tölvupóst sem er sendur af Skref fyrir skref, eða annarri gagnasöfnun.

Hvernig notum við upplýsingarnar sem við öflum

Skref fyrir skref notar almennar upplýsingar og ópersónugreinanleg gögn um hvað þú gerir í mörgum og ólíkum tilgangi. Til dæmis:

  • • Við notum mögulega ópersónugreinanleg gögn um frammistöðu til að hjálpa okkur að meta hversu árangursríkt þjálfunarefnið okkar er og mögulega notum við matið til að betrumbæta efnið ef þess þarf;

  • • Við notum mögulega ópersónugreinanlegar almennar upplýsingar til að ákvarða eiginleika þeirra sem heimsækja vefsíðuna okkar, hvaða eiginleika megi nota til að bæta vefsíðuna og þjónustuna okkar eða til að markaðsetja þjónustuna betur; og

  • • Mögulega látum við óháðan þriðja aðila fá eitthvað af þessum upplýsingum til að nota í sama eða svipuðum tilgangi (t.d. við látum mögulega óháða þriðju aðila — eins og rannsóknarstofnanir, háskóla, spítala, starfandi lækna eða þeirra sem kenna klíníska læknisfræði —fá ópersónugreinanleg gögn um frammistöðu en þeir geta notað gögnin í rannsóknir eða í öðrum tilgangi).

Persónugreinanleg gögn

Skref fyrir skref notar persónugreinanlegar upplýsingar sem við öflum til að veita þér upplýsingar, vörur og þjónustu sem þú pantar eða gerist áskrifandi að. Þegar þriðji aðili veitir upplýsingar, vörur eða þjónustu á vefsíðunni okkar munum við veita þeim persónugreinanlegar upplýsingar en það er einungis í þeim tilgangi að veita þér þær upplýsingar, vörur eða þjónustu sem þú hefur pantað. Nema að þú veitir okkur leyfi, sjá nánari umfjöllun að neðan, mega þriðju aðilar ekki nota upplýsingarnar um þig til að veita þér aðrar upplýsingar, vörur eða þjónustu en þá sem þú pantaðir.

Við notum mögulega persónugreinanlegar upplýsingar sem eru paraðar við almennar upplýsingar og gögn um hvað þú gerir á vefsíðunni til að betrumbæta upplifun þína á henni með því að veita þér upplýsingar sem skipta þig máli.

Þar að auki, nota Skref fyrir skref mögulega persónugreinanlegar upplýsingar sem aflað er (þar með talið upplýsingar sem eru paraðar við almennar upplýsingar eða gögn um hvað þú gerir) til að upplýsa þig um aðrar upplýsingar, vörur og þjónustu sem Skref fyrir skref bjóða upp á. Ef þú vilt ekki fá slíkar upplýsingar getur þú sent okkur tölvupóst á info@simplestepsautism.com eða breytt stillingunum á þinni síðu.

Skref fyrir skref veita ekki persónugreinanlegar upplýsingar (nema almennar upplýsingar og gögn um hvað þú gerir sem eru pöruð við persónugreinanlegar upplýsingar) til þriðju aðila — hvort sem þeir eru dótturfélag okkar eða óháðir samstarfsaðilar — svo þeir geti upplýst þig um upplýsingar, vörur og þjónustu sem þeir bjóða upp á.

Skref fyrir skref veita mögulega eitthvað af ofantöldum upplýsingum til þjónustuaðila. Þjónustuaðilar mega aðeins nota upplýsingarnar til að þjónusta Skref fyrir skref en mega ekki nýta þær í eigin þágu.

Að lokum, eitthvað af samstarfsaðilum (þar með talið þeir sem auglýsa á vefsíðunni) Skref fyrir skref nota tölvukökur á vefsíðunni en Skref fyrir skref hefur engan aðgang eða stjórn á þessum tölvukökum. Reglurnar um persónuvernd ná aðeins yfir notkun Skref fyrir skref á tölvukökum en ekki þeirra sem auglýsa á vefsíðunni.

Hvernig notum við upplýsingar sem þú deilir opinberlega

Á vefsíðunni getur þú opinberlega deilt efni á einni eða fleiri dagbókarfærslum, umræðusvæðum eða með hópum; eða haft samskipti í gegnum aðgerðir á netinu. Allar upplýsingar sem þú deilir með þessum hætti eru opinberar. Þriðju aðilar geta séð, afhjúpað eða safnað þeim upplýsingum sem þú hefur skrifað. Einnig getum við ekki stjórnað eða spáð fyrir um hvernig aðrir aðilar nota þessar upplýsingar, þar með talið að hafa samband við þig án leyfis. Eins og allar opinberar umræður á vefnum geta þær komið í ljós þegar leitað er á leitarvélum eins og Google, Yahoo og MSN. Reglur um persónuleynd eiga ekki við um þær upplýsingar sem þú deilir á umræðusvæðum vefsíðunnar heldur eiga skilmálar um notkun við um slíkar upplýsingar.

Hvernig Skref fyrir skref notast við ábendingar frá notendum

Á vefsíðu Skref fyrir skref geta notendur komið umsögnum, tillögum eða göllum í forritinu á framfæri. Svo hægt sé að fylgja skilaboðum þínum eftir eða þakka þér fyrir ábendinguna verður þú mögulega beðin(n) um að gefa nafn, notendanafn og tölvupóstfang.

Reglur um persónuleynd eiga ekki við um efni, upplýsingar, hugmyndir eða uppfinningar sem þú miðlar til okkar. Ef þú vilt halda slíku fyrir þig skaltu ekki senda það á Skref fyrir skref. Þegar þú sendir efni, upplýsingar, hugmyndir eða uppfinningar til Skref fyrir skref ertu að gefa okkur leyfi til að nota það sem þú sendir á þann hátt sem við teljum viðeigandi.

Security

SVið hjá Skref fyrir skref viljum vernda öryggi og heilindi persónugreinanlegra upplýsinga. Við beitum ýmsum aðferðum til að koma í veg fyrir óleyfilegan aðgang, viðhalda öryggi gagna, og nota upplýsingar sem við öflum á vefsíðunni réttilega.

Vefbúðin okkar notar öryggishólkslag (SSL-tækni) sem er talið tryggja örugg rafræn viðskipti. SSL-tæknin dulkóðar allar persónugreinanlegar upplýsingar (þar með talið númerið á kreditkortinu þínu, nafn og heimilisfang) til að koma í veg fyrir aðrir geti lesið þær þegar upplýsingarnar flytjast um netið

Þegar þú leggur inn pöntun eða nærð í reikningsupplýsingarnar þínar, ferðu sjálkrafa inn á öruggan vefþjón ef vefvafrarinn þinn getur meðhöndlað SSL dulkóðun

Upplýsingar sem eru veittar vefsíðum þriðju aðila sem tengjast okkar síðu

Vefsíðan okkar er með tengla á aðrar vefsíður en Skref fyrir skref ber ekki ábyrgð á því hvernig farið er með persónulegar upplýsingar á þeim síðum. Skref fyrir skref hvetur notendur sína að kynna sér reglur um persónuleynd á þeim vefsíðum sem þeir tengjast í gegnum þeirra síðu. Reglur um persónuleynd eiga aðeins við upplýsingar sem við öflum á okkar vefsíðu.

Leiðrétting/uppfæra persónulegar upplýsingar

Ef þú vilt getur þú breytt persónulegum upplýsingum sem þú hefur veitt á vefsíðunni okkar.

Fyrirtækið, afsal eigna eða sala

Það getur gerst að Skref fyrir skref /Simple Steps verði selt, eða hluti af fyrirtækinu, eða eigarréttinum afsalað til þriðju aðila með öðrum hætti (t.d. sölu á hlutabréfum, sölu á eignum eða samruna við annað fyrirtæki). Ef slík viðskipti eiga sér stað mun Skref fyrir skref líklegast afsala eignarréttinum að upplýsingum sem var aflað í gegnum vefsíðuna eða gefa nýjum eigendum leyfi til að nota upplýsingarnar. Skref fyrir skref mun tilkynna á vefsíðunni ef afsal eigna eða sala á fyrirtækinu, eða hluta af því, á sér stað.

Upplýsingar eru gefnar öðrum af lagalegum ástæðum

Til að framfylgja lögum (t.d. í samræmi við lögboð, dómstefnu, heimild eða dómsúrskurð) er mögulegt að Skref fyrir skref gefi öðrum aðgang að upplýsingum um notkun þína á vefsíðunni (þar með talið, en ekki bundið við, efni sem þú hefur birt opinberlega á vefsíðunni, skráningarupplýsingar og upplýsingar um nettengingu). Einnig getur verið að Skref fyrir skref veiti öðrum aðgang að þínum upplýsingum til að vernda sig gegn svikum, meiðyrðum og ólöglegri notkun á vefsíðunni; til að vernda réttindi eða eignir Skref fyrir skref til að framfylgja samningum á milli þín og Skref fyrir skref eða til að vernda einhvern frá líkamstjóni eða dauða.

Vernd barna og ungmenna

Vefsíðan er ekki ætluð börnum eða ungmennum. Börn undir 18 ára aldri mega ekki skrá sig á vefsíðuna eða kaupa áskrift að henni; eða nota verkfæri síðunnar sem krefst þess að skrá sig eða gerast áskrifandi. Skref fyrir skref mun ekki vísvitandi afla upplýsinga frá börnum eða ungmennum sem nota vefsíðuna. Ef barnið þitt hefur veitt persónugreinanlegar upplýsingar um sjálft sig og þú vilt láta fjarlægja þær, skaltu hafa samband við okkur á info@simplestepsautism.com. Allar upplýsingar sem barn undir 18 ára aldri gefur á opinberum umræðusvæðum sem eru undir stjórn Skref fyrir skref verða ekki fjarlægðar fyrr en við höfum fengið tilkynningu um slíkar birtingar og höfum fengið tækifæri til að fjarlægja þær.

Breytingar á reglum um persónuvernd

Reglur um persónuvernd geta breyst hvenær sem er en nýjasta útgáfa af reglunum er alltaf aðgengileg á vefsíðunni. Ef við ákveðum að breyta reglunum um persónuvernd munum við birta eða senda tilkynningu til að láta vita að svo hafi verið gert. Ef þú heldur áfram að nota vefsíðuna eftir að tilkynningin hefur verið birt eða send er talið að þú samþykkir að nota megi upplýsingarnar þínar (þar með talið upplýsingar sem áður var safnað) í samræmi við nýju reglurnar. Ef þú ert ekki sammála þeim breytingum sem voru gerðar á reglunum ættir þú að hætta að nota vefsíðuna og láta okkur vita að þú viljir ekki að upplýsingarnar þínar verðir notaðar í samræmi við nýjar reglur. Dagsetning á síðustu breytingum stendur hér fyrir neðan.

Hafa samband við Skref fyrir skref

Ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi reglur okkar um persónuvernd eða vefsíðuna og vörurnar okkar skaltu hafa samband við okkur:

Tölvupóstur: info@simplestepsautism.com

Símanúmer: 028 9032 4882

Heimilsfang: PEAT, Innovation Factory, Unit 2.19, 385 Springfield Road, Belfast BT12 7DG

Endurskoðað Dagsetning: 10/02/11