Hvers vegna Skref fyrir skref?...
Að læra af sérfræðingum
Við gerð verfsíðunnar unnum við með sérfræðingum sem tengjast einhverfurófsröskun á mismunandi hátt: Sérfræðingum sem eru þekktir vegna rannsókna og skrifa á alþjóðavettvangi, atferlisgreinendum og foreldrum.
Helstu ráðgjafar okkar
Dr. Mickey Keenan, BCBA-D (Háskólinn í Ulster)
Dr. Karola Dillenburger, BCBA-D (Queen’s háskóli)
Dr. Stephen Gallagher, BCBA-D (Háskólinn í Ulster))
Neil Martin, BCBA-D (Sjálfstætt starfandi ráðgjafi)
Við vinnum einnig með atferlisgreinendum sem tilheyra samtökum foreldra, PEAT (Parents’ Education as Autism Therapists).
Mikilvægasti hópur sérfræðinga sem við vinnum með samanstendur af foreldrum. Þeir hafa haft áhrif á þróun Skref fyrir skref efnisins frá byrjun og allir foreldrar geta haft frekari áhrif á framþróun vefsíðunnar
Hóparnir sem voru nefnd hér að ofan hafa tekið þátt í þróun Skref fyrir skref frá byrjun og munu gegna áframhaldandi hlutverki. Núna stendur yfir prófun á vefsíðunni í Bandaríkjunum, Bretlandi, Írlandi, Indlandi, Þýskalandi, Spáni, Noregi og Kanada.
Sérfræðingar í hagnýtri atferlisgreiningu sem eiga aðild að Skref fyrir skref
Dr. Mickey Keenan BCBA-D
Dr. Mickey Keenan er dósent í sálfræði við Háskólann í Ulster og meðlimur í Samtökum breskra sálfræðinga. Hann hefur birt yfir 50 fræðigreinar
í ritrýndum tímaritum ásamt því að hafa skrifað fjórar bækur, fjölda bókakafla og gefið út fimm geisladiska.
Ritrýndar fræðigreinar sem hann hefur skrifað fjalla um ýmis viðfangsefni til dæmis einhverfu, öldrunarfræði, hnitmiðaða færniþjálfun, ástvinamissi, kynferðislega misnotkun, eftirhermu af myndbandi, áreitisjöfnun,
áhrif styrkingarsniða á hegðun manna og annarra lífvera, einkaatburði og kennslu um atferlisgreiningu. Hann hefur fengið fjölda verðlauna fyrir störf sín í að færa atferlisgreiningu
inn í samfélagið, þar með talið Award for Promoting Equality of Opportunity (Samtök breskra sálfræðinga), Distinguished Community Fellowship (Háskólinn í Ulster), Personal Achievement Award (Samtök atferlisgreiningar í New York), og nú nýlega Award for Public Service in Behavior Analysis (Society for Advancement in BehaviourAnalysis).
Þar að auki, var hann meðlimur í Alþjóðanefnd um þróun hagnýtrar atferlisgreiningar, er nú formaður samtakanna Parents’ Education as Autism Therapists (PEAT; www.peatni.org), og er í ráðgjafanefnd um einhverfu fyrir Cambridge Center for Behavioral Studies (www.behavior.org). Í samstarfi við PEAT er hann brautryðjandi í þróun margmiðlunarefnis, þar sem upplýsingum um einhverfu og aðferðir sem byggja á aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar er miðlað í texta og myndmáli, fyrir foreldra barna með einhverfu. Skref fyrir skref hefur verið þýtt á spænsku, norsku og þýsku og nú síðast á hollensku, ítölsku, sænsku og íslensku og er þýðingin fjármögnuð af Leonardo menntaáætlun Evrópusambandsins. Dr. Keenan var brautryðjandi í þróun meistaranáms í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskólan í Ulster.
Dr. Stephen Gallagher BCBA-D
Dr. Stelphen Gallagher er lektor í grunn- og framhaldsnámi í atferlisgreiningu. Hann útskifaðist með doktorsgráðu frá Háskólanum í Ulster árið 2000 en í náminu einblíndi hann á öldrunarfræði.
Hann hefur skrifað fræðigreinar í ritrýnd tímarit, bókakafla og gefið út margmiðlunar geisladiska sem fjalla um ýmis viðfangsefni. Í átta ár hefur hann verið atferlisráðgjafi fyrir samtök foreldra barna með einhverfu á Norður-Írlandi (Parents’ Education as Autism Therapists) og þar með miðlað aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar til foreldra barna með einhverfu og til sérfræðinga.
Dr. Gallagher hefur nýlega sett á fót námskeið sem veitir vottun í hagnýtri atferlisgreiningu fyrir foreldra og sérfræðinga við Háskólann í Ulster.
Dr. Karola Dillenburger BCBA-D
Dr. Karola Dillenburger er klínískur sálfræðingur og aðjúnkt í menntunarvísindum við Queen´s Háskólann í Belfast. Hún er meðlimur í Samtökum breskra sálfræðinga, Higher Education Academy og er skráður sérfræðingur á heilbrigðissviði. Dr. Dillenburger er „Approved Continuous Education (ACE) Co-ordinator“ fyrir símenntun í sérfræðivottun í atferlisgreiningu (BCBA) við Queen´s háskólann í Belfast. Hún er ráðgjafi í hagnýtri atferlisgreiningu við Applied Behavior Academy í Bangalore á Indlandi. Þar að auki hefur hún verið gestaprófessor í Þýskalandi og Bandaríkjunum.
Dr. Dillenburger hefur gefið út fimm bækur, fjölda geisladiska og birt yfir 50 fræðigreinar í ritrýndum tímaritum í atferlisgreiningu. Birt efni eftir hana hefur fjallað um einhverfu, áföll vegna
ástvinamissis, misnotkun og vanrækslu á börnum og foreldraþjálfun. Hún stýrir meistarnámi í einhverfurófsröskunum og meðlimur í Centre for Effective Education við Queen´s háskólann í Belfast. Rannsóknir hennar hafa verið styrktar af Office of the First Minister og Deputy First Minister (OFMDFM) á Norður-Írlandi og einnig af Research Councils og Research Charities. Dr. Dillenberger er tíður gestafyrirlesari á bæði innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum.
Neil Martin, PhD, BCBA-D, Sjálfstætt starfandi ráðgjáfi
Neil Martin, PhD, BCBA-D, Sjálfstætt starfandi ráðgjáfi Neil hefur unnið sem sérfræðingur í atferlisgreiningu (sem klínískt starfandi atferlisgreinandi, háskólakennari, umsjónarmaður og rannsakandi) síðan 1990. Neil útskrifaðist með doktorsgráðu frá Háskólanum í Reading (í Bretlandi) og árið 2002 fékk hann sérfræðivottun í atferlisgreiningu (BCBA).
Í Bretlandi var hann einn af þeim fyrstu til að fá sérfræðivottun í atferlisgreiningu (BCBA) og var einn af nokkrum lektorum í hagnýtri atferlisgreiningu sem þróuðu fyrsta námið í Bretlandi sem var samþykkt af Stjórn sérfræðivottunar í atferlisgreiningu (BACB). Þrátt fyrir að hann starfar núna sjálfstætt, þá kennir hann enn við nokkra háskóla en þar með talinn er Háskólann í Kent og á Ítalíu við IESCUM (sem leggur áherslu á rannsóknir á mannlegri hegðun). Neil veitir nemendum handleiðslu, veitir mörgum stofnunum og fjölskyldum ráðgjöf bæði í Bretlandi og á alþjóðavettvangi. Ásamt starfsfélögum sínum í Evrópu tekur hann einnig þátt í rannsóknum sem eru styrktar af Evrópusamtökum.
Nýlega var Neil einn af alþjóðlegum sérfræðingum sem endurskoðuðu viðmið vegna sérfræðivottunar í atferlisgreiningu (BACB) ásamt því að taka þátt í þróun viðmiða og leiðbeininga fyrir þá sem starfa með einhverfum börnum. Neil er forsvarsmaður í hagnýtum vísindum hjá Evrópusamtökum um atferlisgreiningu (European Association for Behaviour Analysis) og alþjóðlegur forsvarsmaður fyrir Stjórn sérfræðivottunar í atferlisgreiningu (BACB) (International Representative of the Behaviour Analyst Certification Board). Neil býr í London í Bretlandi.
P.E.A.T
P.E.A.T. eru félagssamtök á Norður-Írlandi sem er stjórnað af foreldrum. Þessari stofnun er ætlað að miðla upplýsingum um atferlisíhlutun fyrir börn með einhverfu. Þar fá foreldrar og umönnunaraðilar barna með einhverfu þjálfun og stuðning í hagnýtri atferlisgreiningu
Markmið samtakanna er að bæta lífsgæði barna og fullorðinna með einhverfu með því að nota gagnreynda og árangursríka íhlutun.
Skoðaðu nánar á www.peatni.org
Taktu FYRSTA SKREFIÐ og SKRÁÐU ÞIG Í DAG!
Skref fyrir skref er hugsað sem stuðningstæki fyrir foreldra sem vinna með börnum með einhverfu.
Með því að kynna foreldrum hagnýta atferlisgreiningu er hægt að hjálpa þeim að taka fyrsta skrefið í að bæta líf sitt og fjölskyldunnar.
Foreldrar fá gagnlega aðstoð, hjálp sérfræðinga og stuðning frá hópi foreldra sem eru að ganga í gegnum sömu reynslu.
Kaupa núna