Um einhverfu...
GAGNLEGIR VEFIR OG ÓKEYPIS ÚRRÆÐI
PEAT- www.peatni.org
PEAT eru samtök sem er stjórnað af foreldrum og er ætlað að koma atferlisíhlutun fyrir börn með einhverfu á framfæri. Við veitum þjálfun og stuðning í hagnýtri atferlisgreiningu fyrir foreldra og þá sem annast börn með einhverfu.
Samtök um meðferð við einhverfu (Association for Science in Autism Treatment, ASAT) — www.asatonline.org
Hér má finna nákvæmar upplýsingar byggðar á traustum vísindalegu grunni um einhverfu og íhlutun sem mæla má með. Vefsíðan „Autism: What to do next?” veitir gagnlegar leiðbeiningar við að taka ákvarðanir um íhlutun.
Samtök fyrir sérfræðinga í hagnýtri atferlisgreining (The Association of Professional Behavior Analysts, APBA) — www.apbahome.net
Samtök sérfræðinga í hagnýtri atferlisgreiningu eru ný samtök sem er ætlað að sinna þörfum þeirra sem stunda atferlisgreiningu og eru með BCBA (Board Certified Behavior Analyst) sérfræðivottun.
Landssamtök einhverfra í Bretlandi (National Autistic Society) — www.autism.org.uk
Samtökin eru leiðandi hagsmunasamtök fyrir fólk með einhverfu (þar með talið Aspergersheilkenni) og fjölskyldur þeirra. Þau veita upplýsingar, stuðning og þjónustu við brautryðjendastarf. Þar að auki eru þau með átaksverkefni til að stuðla að betra lífi fyrir fólk með einhverfu.
Samtök einhverfra í Bandaríkjunum (Autism Society of America, ASA) — www.autism-society.org
Helsta markmið samtakanna er að afla fjár og styrkja verkefni í leit að svörum við þeim mörgu spurningum sem enn er ósvarað um einhverfu. Samtökin eru með deildir um öll Bandaríkin.
Evrópusamtök um atferlisgreiningu (European Association for Behaviour Analysis, EABA) — www.europeanaba.org
Evrópusamtök um atferlisgreiningu eru alþjóðleg samtök sem er ætlað að kynna atferlisgreiningu í Evrópu og vera alþjóðlegur vettvangur innan Evrópu fyrir rannsóknir og umfjöllun um málefni sem snerta atferlisgreiningu. Eitt af megin hlutverkum samtakanna er að skipuleggja ráðstefnur um grunnrannsókir og hagnýtingu atferlisgreiningar.
Behavior Analyst Certification Board, BACB — www.bacb.com
Behavior Analyst Certification Board ®, Inc. (BACB®) er félag sem er ekki rekið í hagnaðarskyni 501(c)(3) og var stofnað 1998 til að veita sérfræðivottun í atferlisgreiningu. Það voru atferlisgreinendur, stjórnvöld og þeir sem nýta sér þjónustu atferlisgreiningar sem báru kennsl á þörfina fyrir slíka sérfræðivottun. Félagið fylgir viðurkenndum viðmiðum fyrir sérfræðivottun.
Autism Speaks — http://www.autismspeaks.org
Samtökin fjármagna lífeindafræðilegar rannsóknir á orsökum, forvörnum, meðferðum og þróun á lækningu við einhverfu á heimsvísu. Þar að auki reyna samtökin að auka vitneskju almennings um einhverfu og áhrif hennar á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið; auk þess að veita þeim sem kljást við einhverfurófsröskun von.
Cambridge Center for Behavioral Studies, (CCBS) — einhverfudeildin — www.behavior.org/
Hér eru birtar vísindalega traustar upplýsingar um orsakir einhverfu og um kennslu og íhlutun barna með einhverfu sem byggir á aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar. Ráðgjafarnefnd, sem samanstendur af sérfræðingum í hagnýtri atferlisgreiningu og einhverfu fer vandlega yfir þær upplýsingar sem eru birtar.
Samtök um atferlisgreiningu á Indlandi (Association of Behavior Analysis – India, ABA-India) — http://aba-india.org/index.html
Samtök um atferlisgreiningu á Indlandi eru landssamtök sem rekin eru af einkaaðilum en ekki í hagnaðarskyni. Samtökin vinna að því að þróa hagnýta atferlisgreiningu sem vísindagrein á Indlandi. Markmið samtakanna er að sameina sérfræðinga sem beita aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar á ýmsum sviðum eins og í tengslum við þroska barna, sérþarfir, geðheilsu, siðbætur, færniþjálfun, vandamál á heimsvísu o.s.frv.
Alþjóðasamtök um atferlisgreiningu (Association for Behavior Analysis International, ABAI) — www.abainternational.org
Samtök sérfræðinga sem hafa það markmið að auka velferð í samfélaginu með því að þróa, bæta og styðja vöxt og þrótt atferlisgreiningar með rannsóknum, menntun og iðkun.
Samtök um einhverfu á Írlandi (Irish Autism Action) — www.autismireland.ie
Samtök um einhverfu á Írlandi eru ung, virk, nýjungagjörn og kappsöm samtök sem voru stofnuð 2001. Samtökin hafa haft í för með sér jákvæðar breytingar á líf þeirra sem eru með einhverfu, fjölskyldna þeirra og vina. Þjónustan sem samtökin veita felst meðal annars í eftirfarandi: Auka vitneskju um einhverfu; greina röskunina snemma á ævi barnsins; veita fræðslu; vera í forsvari fyrir einstaklinga með einhverfu; ráðgjöf; aðstoð í gegnum síma; stuðning heima hjá barninu; útvega félagslega búsetu; upplýsingar um rannsóknir; og ráðgjöf fyrir fjölskyldur eftir að barnið fær greiningu.